Eldri maður sem seldi bangsana fundinn

Lögreglan er búin að hafa uppi á manninum.
Lögreglan er búin að hafa uppi á manninum. mbl.is/Eggert

Lög­regl­an á Suður­nesj­um er búin að hafa uppi á eldri manni sem tal­inn er hafa selt pilti hlaup­bangsa sem tvær ung­lings­stúlk­ur inn­byrtu um síðustu helgi. Bangs­arn­ir inni­héldu kanna­bis­efni og morfín.

Þetta staðfest­ir Ólaf­ur Helgi Kjart­ans­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, við mbl.is. Hann vill ekki greina frá því hvenær maður­inn fannst eða hvort búið er að yf­ir­heyra hann. 

Aðspurður seg­ir hann að sig reki ekki minni til þess að álíka mál hafi komið á borð lög­regl­unn­ar í sinni tíð.

Ólaf­ur kveðst ekk­ert geta tjáð sig um líðan stúlkn­anna en þær voru flutt­ar meðvit­und­ar­laus­ar á sjúkra­hús eft­ir að hafa inn­byrt bangs­ana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka