Hitameti vorsins náð um helgina

Bongó. Borgarbúar nýttu margir veðurblíðuna til útiveru, eins og gengur.
Bongó. Borgarbúar nýttu margir veðurblíðuna til útiveru, eins og gengur. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Veðrið lék við íbúa sunnan- og vestanlands um helgina og rættust spár um að hitamet vorsins yrði slegið. „Það gerði það svo sannarlega sunnan- og vestanlands. Hitinn skreið í 17-18 stig í Reykjavík,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, í Morgunblaðinu í dag.

Fyrir norðan var þó mun svalara. Vorið lét bíða eftir sér, en fyrri hluti apríl var óvenjukaldur um allt land, að sögn Birgis. Um miðjan apríl var hiti tiltölulega nærri meðallaginu en engar öfgar í veðrinu ef frá er talin helgin. Þá hefur úrkoma verið undir meðaltali á öllu landinu.

Spáð er suðlægri átt næstu daga með töluverðri vætu sunnan- og vestantil en úrkomuminna norðanlands. Hiti verður á bilinu 7-12 stig yfir daginn um mestallt land. „Tiltölulega íslenskt maíveður,“ segir Birgir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert