Óhefðbundin ræða Svandísar

Alma D. Möller landlæknir, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna …
Alma D. Möller landlæknir, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á fundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Því­lík gæfa að hafa þetta fólk," sagði Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra í ræðu sinni á blaðama­manna­fundi al­manna­varna fyrr í dag.

Þar átti hún við þau Víði Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjón, Þórólf Guðna­son sótt­varna­lækni og Ölmu D. Möller land­lækni sem hafa verið fremst í flokki í bar­átt­unni gegn kór­ónu­veirunni hér­lend­is.

„Um­hyggja, fag­mennska og ör­yggi,“ bætti hún við og sagði frammistöðu þeirra á blaðamanna­fund­un­um hafa verið ná­kvæm­lega það sem sam­fé­lagið þurfti á að halda.

Svandís deildi þess­ari óhefðbundnu ræðu í fram­hald­inu á Face­book-síðu sinni en þess má geta að skömmu áður en fund­ur­inn hófst í dag tók hún nokkr­ar ljós­mynd­ir af þríeyk­inu, enda him­in­lif­andi með frammistöðu þess.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert