„Þvílík gæfa að hafa þetta fólk," sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á blaðamamannafundi almannavarna fyrr í dag.
Þar átti hún við þau Víði Reynisson yfirlögregluþjón, Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Ölmu D. Möller landlækni sem hafa verið fremst í flokki í baráttunni gegn kórónuveirunni hérlendis.
„Umhyggja, fagmennska og öryggi,“ bætti hún við og sagði frammistöðu þeirra á blaðamannafundunum hafa verið nákvæmlega það sem samfélagið þurfti á að halda.
Svandís deildi þessari óhefðbundnu ræðu í framhaldinu á Facebook-síðu sinni en þess má geta að skömmu áður en fundurinn hófst í dag tók hún nokkrar ljósmyndir af þríeykinu, enda himinlifandi með frammistöðu þess.