65 milljarða aukning á fjárheimildum

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Golli

Lögð er til 65 milljarða aukning á fjárheimildum í þriðja fjáraukalagafrumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun.

Frumvarpið er lagt fram til að bregðast við aðstæðum sem hafa skapast vegna kórónuveirunnar.

Fram kemur í tilkynningu að frumvarpið sé það umfangsmesta hingað til. 65 milljarða aukningin á fjárheimildum samsvarar 6,3% aukningu frá áður samþykktum fjárheimildum í fjárlögum og fjáraukalögum fyrir árið 2020.

Samanlagt nemur hækkun fjárheimilda í áður samþykktum fjáraukalögum fyrir árið 2020, auk þeirra tillagna sem lagðar eru til nú, 103,3 milljörðum króna. Það samsvarar 10,3% hækkun frá fjárlögum ársins 2020 sem samþykkt voru í nóvember í fyrra.

Í frumvarpinu er kveðið á um auknar fjárheimildir vegna vinnumarkaðsaðgerða sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd, eða hlutastarfaleiðarinnar, launa á uppsagnarfresti og launa í sóttkví. Til viðbótar er lögð til hækkun endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi og lögð til breyting á heimildarákvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert