Fá ekki afleysingar

Á bráðadeild.
Á bráðadeild. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

„Sumarið fer ágætlega af stað en við höfum ekki getað fengið afleysingalækna að utan eins og í fyrra. Það verður því aðeins minni mönnun af læknum en síðasta sumar,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.

Hann segir að þrír til fjórir erlendir læknar hafi komið til starfa í fyrra í einn til þrjá mánuði hver. Vegna kórónuveirunnar og reglna um sóttkví hafi ekki reynst unnt að hafa þann háttinn á í ár. „Við þurfum því að draga úr þjónustu með endurkomur en bráðaþjónustan ætti að vera óbreytt,“ segir Jón.

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að mögulega þurfi að loka einhverjum deildum á spítalanum í sumar en vegna kórónuveirufaraldursins hafi ekki verið unnt að ganga frá því skipulagi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert