Réttað í Mehamn-máli í september

Horft yfir Mehamn sem er hluti af sveitarfélaginu Gamvik í …
Horft yfir Mehamn sem er hluti af sveitarfélaginu Gamvik í Finnmörk, nyrst í Noregi. Réttarhöldin í haust fara fram í Vadsø þar sem Héraðsdómur Austur-Finnmerkur er til húsa. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Aðalmeðferð Mehamn-máls­ins hefst fyr­ir Héraðsdómi Aust­ur-Finn­merk­ur í Vadsø í Nor­egi mánu­dag­inn 21. sept­em­ber, tæpu ári eft­ir að upp­haf­lega var ráðgert að hefja mál­flutn­ing í byrj­un des­em­ber í fyrra. Héraðssak­sókn­ari taldi þá að óút­gef­inni ákæru á hend­ur Gunn­ari Jó­hanni Gunn­ars­syni væri ábóta­vant í máli þeirra Gísla Þórs Þór­ar­ins­son­ar hálf­bróður hans sem Gunn­ari er gefið að sök að hafa skotið til bana aðfaranótt 27. apríl í fyrra á heim­ili Gísla Þórs í Mehamn.

Ákæra í sex liðum var gef­in út 21. janú­ar og þá ráðgert að rétt­ar­höld hæf­ust 23. mars sem ekk­ert varð af vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

„Um­bjóðandi minn held­ur fast við þann framb­urð sinn að hann sé sak­laus af áburði um mann­dráp af ásetn­ingi [n. for­sett­lig drap],“ seg­ir Bjørn Gulstad, verj­andi Gunn­ars Jó­hanns, í sam­tali við mbl.is í kvöld.

Fellst á mann­dráp af gá­leysi

„Hann er þess full­viss að skotið hljóp af í kjöl­far viðbragðs sem kom hon­um í opna skjöldu,“ seg­ir verj­and­inn og á við að Gísli Þór hafi gripið til hagla­byss­unn­ar í hönd­um hálf­bróður síns og Gunn­ar þá tekið viðbragð og skotið hann í lærið í ógáti.

„Hann get­ur vel fall­ist á mann­dráp af gá­leysi, en því að þarna hafi verið um ein­hvern ásetn­ing af hans hálfu að ræða vís­ar hann al­farið á bug og bíður þess að fá að út­skýra sína hlið máls­ins fyr­ir rétt­in­um,“ seg­ir Gulstad sem einnig ræddi efn­is­atriði ákær­unn­ar við mbl.is í janú­ar.

Í þessu húsi bjó Gísli Þór Þórarinsson heitinn og þangað …
Í þessu húsi bjó Gísli Þór Þór­ar­ins­son heit­inn og þangað heim­sótti hálf­bróðir hans hann aðfaranótt 27. apríl, að sögn til að skjóta hon­um skelk í bringu og lesa hon­um pist­il­inn. mbl.is/​Atli Steinn Guðmunds­son

Skömmu síðar ræddi mbl.is við Mette Yvonne Lar­sen lög­mann, rétt­ar­gæslu­mann kær­ustu Gísla Þórs heit­ins í mál­inu, sem sagðist eng­an veg­inn geta fall­ist á að um slys hefði verið að ræða:

„Hann [Gunn­ar Jó­hann] seg­ir að um slys hafi verið að ræða sem mér þykir býsna erfitt að leggja trúnað á. Að kalla það slys þegar þú kem­ur heim til [hálf]bróður þíns, reiður út í hann og með hlaðið skot­vopn. Þá máttu ein­fald­lega reikna með því að eitt­hvað ger­ist. Þú kem­ur ekki með hlaðið skot­vopn ef þú ætl­ar ekki að gera neitt,“ sagði Lar­sen við mbl.is 31. janú­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert