Fannst í felum á árbakkanum

Nokkrir tugir björg­un­ar­sveit­ar­manna voru komn­ir á vett­vang og byrjaðir að …
Nokkrir tugir björg­un­ar­sveit­ar­manna voru komn­ir á vett­vang og byrjaðir að leita á landi og á bát­um þegar út­kallið var aft­ur­kallað um 1:30 í nótt. Mynd úr safni. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Karlmaður sem tilkynnti að manneskja hefði fallið í Ölfusá seint í nótt fannst í felum á árbakkanum þegar lögregla og viðbragðsaðilar voru við það að hefja allsherjarleit líkt og tíðkast þegar tilkynningar af þessu tagi berast lögreglu. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. 

Um gabb var að ræða og var maðurinn handtekinn og færður á lögreglustöð og verður tekin af honum skýrsla í dag. „Það er refsivert að gabba lögreglu og það brot er til rannsóknar. Hvert framhaldið verður verður metið þegar öll gögn eru klár,“ segir Oddur. 

Líkt og mbl.is greindi frá í morgun voru nokkrir tugir björg­un­ar­sveit­ar­manna komn­ir á vett­vang og byrjaðir að leita á landi og á bát­um þegar út­kallið var aft­ur­kallað um 1:30 í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert