Krefjast endurgreiðslu

Málaferli verða hvernig sem fer með frumvarp.
Málaferli verða hvernig sem fer með frumvarp. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tvö olíufélög hafa stefnt íslenska ríkinu og krefjast endurgreiðslu flutningsjöfnunargjalds sl. fjögur ár. Þriðja olíufélagið telur að verði frumvarp um nýtt flutningsjöfnunarkerfi, sem gert er ráð fyrir í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi, að lögum muni það leiða til þess að gjaldendur láti reyna á það fyrir dómstólum.

Frumvarp samgönguráðherra um svæðisbundna flutningsjöfnun olíuvara er til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Með því er ætlunin að draga úr flutningsjöfnun, úr 370 til 400 milljónum kr. árlega í 170 milljónir og styrkjunum beint til að tryggja framboð olíuvara í viðkvæmum byggðum samkvæmt mati Byggðastofnunar.

Í umsögnum Atlantsolíu, Samtaka atvinnurekenda og Samtaka atvinnulífsins er því haldið fram að flutningsjöfnunargjald sem lagt er á innflytjendur olíuvara standist ekki stjórnskipulegar kröfur. Þá kemur fram í umsögn N1 að verði frumvarpið að lögum muni það leiða til þess að gjaldendur láti reyna á gjaldið fyrir dómstólum, að því er segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert