Öllum flugumferðarstjórum sagt upp

Ásgeir segir að ekki sé verið að breyta kjarasamningum eða …
Ásgeir segir að ekki sé verið að breyta kjarasamningum eða launum flugumferðarstjóranna, heldur sé einfaldlega verið að ráða þá í lægra starfshlutfall í ljósi mikils samdráttar í flugumferð vegna kórónuveirufaraldursins. mbl.is/Hallur Már

Isavia ANS, dótturfélag Isavia, hefur sagt upp öllum flugumferðarstjórum sem starfa hjá félaginu. Til stendur að ráða þá alla aftur í lægra starfshlutfalli.

Þetta hefur Vísir eftir Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóri Isavia ANS. 

Starfsmönnum Isavia ANS var tilkynnt um að ráðningarsamningi allra flugumferðarstjóra í flugstjórnarmiðstöð yrði sagt upp á fundi klukkan 14 í dag. Þeim verður öllum boðinn nýr ráðningarsamningur sem miðar við 75% starfshlutfall að lágmarki.

Ásgeir segir að ekki sé verið að breyta kjarasamningum eða launum flugumferðarstjóranna, heldur sé einfaldlega verið að ráða þá í lægra starfshlutfall í ljósi mikils samdráttar í flugumferð vegna kórónuveirufaraldursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert