Nágrannar ósáttir við „bílakirkjugarð“

Gámastæður og bílhræ á lóð Vöku.
Gámastæður og bílhræ á lóð Vöku.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og embætti byggingarfulltrúa borgarinnar fylgjast nú með starfsemi Vöku við Héðinsgötu. Hefur fyrirtækið verið krafið um bætta ásýnd og umgengni á lóð þess, til að mynda með því að fjarlægja gáma sem þar voru í leyfisleysi.

Fyrirtækið flutti í Laugarnesið í byrjun árs og í febrúar tóku að berast kvartanir vegna hávaða, sjónrænna áhrifa og mögulegrar olíumengunar.

Morgunblaðið greindi á dögunum frá óánægju bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ með frágang á lóð Vöku við Tungumela. Í kjölfarið bárust blaðinu ábendingar um kvartanir íbúa í Laugarnesi. Þessi óánægja fékkst staðfest í svari frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn blaðsins. Þar kemur fram að Vaka sótti um tímabundið starfsleyfi til loka árs 2021 fyrir starfsemi bílapartasölu, bifreiða- og vélaverkstæðis og hjólbarðaverkstæðis á Héðinsgötu 2. Umsóknin var lögð fram í október síðastliðnum en ekki hefur verið unnt að ljúka henni þar sem ekki hefur fengist samþykki byggingarfulltrúa, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert