Beint: Fræðslufundur um COVID-19

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á fræðslufundi ÍE um baráttuna …
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á fræðslufundi ÍE um baráttuna við COVID-19. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslensk erfðagreining heldur fræðslufund klukkan 17:00 um baráttuna við COVID-19 og hvers sé að vænta í nánustu framtíð miðað við bestu vitneskju um sjúkdóminn.

Alma D. Möller landlæknir ætlar að fjalla um hin mörgu andlit COVID-19, einkenni sjúkdómsins, faraldurinn, viðbrögð Íslands og viðbrögð annarra þjóða.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ætlar að fjalla um rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar í erindi sem nefnist Hversu víða fór veiran?

Agnar Helgason mannerfðafræðingur fjallar um ættartré og ferðasögu veirunnar.

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, fjallar um meðferð COVID-sjúklinga á Íslandi og Þórólfur Guðnason veltir upp nánustu framtíð í erindi sem hann nefnir Leiðir út úr COVID.

Dagskrá:

Alma D. Möller - Hin mörgu andlit COVID-19.

Agnar Helgason - Ættartré og ferðasaga sjúkdómsíns.

Kári Stefánsson - Rannsóknir íslenskrar erfðagreiningar á COVID-19.

Már Kristjánsson - Meðferð COVID-sjúkdóms á LSH.

Þórólfur Guðnason - Leiðir út úr COVID.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma D. Möller landlæknir eru með …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma D. Möller landlæknir eru með erindi á fundinum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er sérstakur gestur fundarins. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert