Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, mætti á fund í Stjórnarráðinu í morgun.
Samkvæmt heimildum mbl.is var Kári boðaður á fundinn áður en hann fór í viðtal í Kastljósinu í gærkvöldi. Fleiri voru boðaðir á fundinn, sem snýst um skimanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Fréttablaðið birti mynd af honum ganga inn í Stjórnarráðið.
Í þættinum í gærkvöldi sagði Kári Íslenska erfðagreiningu ekki ætla að aðstoða við skimanir ef heilbrigðisráðuneytið verður við stjórnvölinn.