Svandís tjáir sig ekki í bili

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heilbrigðisráðherra ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu um ummæli Kára Stefánssonar í Kastljósi í gærkvöldi.

Þetta segir Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttir. Hugsanlega verður send yfirlýsing síðar í dag vegna ummæla hans. 

Kári sagði Svandísi hrokafulla og gagnrýndi hana fyrir að hafa ekki haft samband við Íslenska erfðagreiningu varðandi skimun farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sé önnum kafinn við að ljúka minnisblaði vegna skimunarinnar sem verður send ráðherra á næstu dögum og ólíklegt sé að hann vilji tjá sig að svo stöddu.

Íslensk erfðagreining heldur fræðslufund í kvöld um COVID-19 þar sem bæði Kári Stefánsson og Þórólfur munu stíga í pontu. Einnig munu Alma D. Möller landlæknir, Agnar Helgason mannerfðafræðingur og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, flytja erindi.

Eftir erindin verður gestum gefinn kostur á að spyrja fyrirlesarana.

Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson. Ljósmynd/Lögreglan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert