Komi í veg fyrir mestu kjaraskerðingar síðari tíma

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ef frumvarp um framlengingu hlutabótaleiðarinnar og greiðslu hluta launa á uppsagnafresti verða samþykkt á þinginu í óbreyttri mynd gæti það leitt til mestu kjaraskerðingar síðari tíma með stuðningi löggjafans, að mati ASÍ.

Í forsetapistli Drífu Snædal, forseta ASÍ, kemur fram að ákvörðunum síðustu mánaða sé ætlað að tryggja lífskjör og koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot fyrirtækja.

Það hefur komið mörgum á óvart að verkalýðshreyfingin hefur stutt þá hugmynd að skattfé okkar fari í greiðslu launa á uppsagnarfresti en forsendur þess eru að ellegar færu þessi fyrirtæki í þrot, starfsfólk væri verr sett en áður (nú fær starfsfólk uppsagnarfrestinn greiddan áður en það þarf hugsanlega að leita í atvinnuleysistryggingar) og gjaldþrota fyrirtæki færu á brunaútsölu með tilheyrandi tapi verðmæta,“ segir Drífa í pistlinum.

Stuðningurinn sé ekki skilyrðislaus:

Fyrir utan þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla og mikið hafa verið til umfjöllunar þá er það líka skilyrði af okkar hálfu að þegar fyrirtækin taka við sér, verði fólk endurráðið samkvæmt starfsaldursröð á sömu kjörum og það var á. Við höfum líka lagt áherslu á að fólk hafi tækifæri til endurmenntunar á uppsagnarfresti.

ASÍ hefur sent þingmönnum bréf með ítrekuðum kröfum og átt milliliðalaus samtöl við þingmenn. 

Ég ætlast til þess af þingmönnum og öllum þeim sem geta látið rödd sína heyrast að þau tryggi að þetta stórslys verði ekki að veruleika,“ segir Drífa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert