Íslendingar velkomnir til Danmerkur

Einhverjir munu eflaust skella sér til Kaupmannahafnar í sumar.
Einhverjir munu eflaust skella sér til Kaupmannahafnar í sumar. AFP

Danir, Færeyingar og Eistar opna landamæri fyrir sín fyrir Íslendingum í næsta mánuði. Landamæri Dana og Færeyinga verða opnuð 15. júní en Eistar opna landamæri sín gagnvart Íslendingum á mánudag.

Danska ríkisstjórnin ákvað að opna landamæri fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverum frá 15. júní. Mete Frederiksen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, greindi frá þessu í hádeginu.

Ferðalögin verða ekki án takmarkana en erlendir ferðamenn mega ekki gista í Kaupmannahöfn í sumar. Staðan verður síðan skoðuð aftur í lok ágúst. 

Ástæðuna segir Frederiksen þá að þau smit sem upp hafi komið að undanförnu séu nánast einungis bundin við höfuðborgina. 

Þá tilkynnti lögmaðurinn í Færeyjum að Íslendingar megi koma þangað frá 15. júní. Ekki verður gerð krafa um sýnatöku, sóttkví eða vottorð.

Heimilt verður að ferðast milli Danmerkur og Noregs frá og með 15. júní. Þetta kom fram á fréttafundi forsætisráðherra landanna í hádeginu. 

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, sagði að þarlend stjórnvöld ættu enn fremur í viðræðum við stjórnvöld hér á landi, í Finnlandi og Svíþjóð um svipað fyrirkomulag og verður milli Danmerkur og Noregs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert