Lægri einkunnir eftir styttingu náms til stúdentsprófs

Skólasetning Menntaskólinn í Reykjavík. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Skólasetning Menntaskólinn í Reykjavík. Myndin tengist ekki fréttinni beint. mbl.is/Styrmir Kári

Meðaleinkunnir framhaldsskólanema sem útskrifast hafa með stúdentspróf eftir þriggja ára nám eru lægri en einkunnir nemenda sem innrituðust í fjögurra ára langt nám til stúdentsprófs.

Þetta kemur fram í skýrslu mennta- og menningarmálaráðherra um árangur og áhrif þess að námstími til stúdentsprófs var styttur úr fjórum árum í þrjú ár sem birt var á vef Alþingis í gær.

„Rektorar þriggja háskóla telja erfitt að leggja mat á áhrif styttingarinnar á þessum tímapunkti, þó greinast hjá Háskóla Íslands vísbendingar um að meðaleinkunn nemenda af þriggja ára stúdentsprófsbrautum sé örlítið lægri en hjá þeim sem lokið hafa prófi á fjögurra ára stúdentsprófsbrautum,“ segir einnig í niðurstöðukafla, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fram kemur að árlegt brotthvarf nýnema hefur minnkað um 0,5 prósentustig eftir að námstíminn var styttur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert