„Smátt og smátt að mjakast í rétta átt“

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/​Hari

„Þetta er smátt og smátt að mjak­ast í rétta átt,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra. Til­kynnt hef­ur verið að Íslend­ing­ar geti í næsta mánuði ferðast til Dan­merk­ur, Fær­eyja og Eist­lands og ráðherra á von á já­kvæðum frétt­um varðandi ferðalög til Nor­egs á næst­unni.

Opið er á ferðalög til Svíþjóðar og Guðlaug­ur Þór seg­ir norska koll­ega sína já­kvæða á að opna landa­mær­in fyr­ir Íslend­ing­um. 

„Það er þó ekki kom­in end­an­leg niðurstaða í það. Einnig erum við inni í frum­varp­inu hjá Þjóðverj­un­um,“ seg­ir ráðherra. 

Ljóst er að ferðalög­in verða háð ein­hverj­um skil­yrðum eins og á við um ferðafólk sem kem­ur hingað til lands frá 15. júní. Til að mynda má ferðafólk að utan ekki gista í Kaup­manna­höfn.

„Þetta eru út­færsl­ur eft­ir lönd­um en hlut­irn­ir eru að ger­ast svo­lítið hratt núna,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór og held­ur áfram:

„Flest­ir hugsa eins og við að stíga þannig til jarðar að áhætt­an sé eins lít­il og mögu­legt er.“ 

Ráðherra kveðst eiga von á frek­ari fregn­um af mögu­leg­um ferðalög­um Íslend­inga í sum­ar og seg­ist trúa því að mál­in séu að þró­ast í rétta átt. 

„Þetta ger­ist ekki af sjálfu sér og við þurf­um að halda okk­ar hags­mun­um á lofti í þessu og það höf­um við gert. Hin ástæðan fyr­ir því að við erum inni í þessu er sú að við höf­um staðið okk­ur vel að halda veirunni niðri.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert