Kýldi lögreglumann

Lögreglan hefur haft í nógu að snúast.
Lögreglan hefur haft í nógu að snúast. Ljósmynd/Lögreglan

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu var kölluð út í morg­un vegna heim­il­isof­beld­is í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur sem endaði með því að lög­reglumaður var kýld­ur. 

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu. 

Þar seg­ir að til­kynn­ing­in hafi borist kl. 07:41. Er lög­regla kom á staðinn veitt­ist hús­ráðandi að lög­reglu og gaf lög­reglu­manni hnefa­högg í and­litið.  

Að sögn lög­reglu voru hús­ráðend­ur vistaðir í fanga­klef­um.

Þá seg­ir lög­regl­an frá því að á tí­unda tím­an­um í morg­un hafi verið til­kynnt um inn­brot í geymsl­ur í Bakka­hverf­inu í Breiðholti. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert