Lífið í eðlilegt horf á varðskipum

Varðskipið Þór kom í fyrsta sinn til Grindavíkur í vetur.
Varðskipið Þór kom í fyrsta sinn til Grindavíkur í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Varðskipin Týr og Þór hafa bæði legið í Reykjavíkurhöfn undanfarna daga. Skipin voru síðast saman í Reykjavík um jólin 2019, samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

Snemma árs 2020 hófst mikil törn varðskipsmanna. Veturinn var mjög erfiður. Ótíð mikil, rafmagnstruflanir víða um land og snjóflóð á Flateyri og Súðavík. Þurfti því að kalla varðskipsmenn til aðstoðar.

Síðan kom COVID-19 og þá var gripið til þess ráðs að lengja ferðir varðskipanna í fimm vikur í senn á sjó í stað þriggja eins og venjulegt er. Var þetta gert til að tryggja að Landhelgisgæslan gæti haldið úti öflugu viðbragði á hafinu umhverfis Ísland. Þegar varðskipsmenn komu í höfn voru samskipti við heimafólk miklum takmörkunum háð, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert