Jarðskjálftavirkni í nágrenni Grindavíkur hefur færst í aukana um hvítasunnuhelgina og hafa mælst um 300 skjálftar þar frá miðnætti í gær.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var stærsti skjálftinn 2,7 að stærð, en hann mældist í gær. Í nótt varð skjálfti af stærð 2,5 í sem fannst í Grindavík. Heldur hafði dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga síðustu vikur en rúmlega 120 jarðskjálftar mældust þar í síðustu viku.
Samkvæmt nýjum gögnum eru vísbendingar um að landris sé hafið að nýju við Þorbjörn, þótt hægt sé. Líkt og Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, sagði í samtali við mbl.is, í gær er þörf á frekari gögnum til að fullyrða frekar um núverandi ferli og þær hættur sem því fylgja.
Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna landriss vestan við fjallið Þorbjörn í janúar og er það enn í gildi.
Fréttin hefur verið uppfærð.