Lést í slysi í Sundhöll Selfoss

mbl.is/Sigurður Bogi

Eldri karlmaður lést við sundiðkun í Sundhöllinni á Selfossi skömmu fyrir hádegi í dag. Frá þessu greinir lögreglan á Suðurlandi.

Fram kemur í færslu lögreglunnar á Facebook að sjúkralið og lögregla hafi farið á vettvang en endurlífgun ekki borið árangur. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Slysið varð á ellefta tímanum í morgun og voru allir sundlaugargestir beðnir um að yfirgefa laugina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert