Brot Lilju með þeim verri sem hafa sést

„Þetta gengur ekki lengur svona,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður …
„Þetta gengur ekki lengur svona,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. mbl.is/Hari

Af rök­stuðningi kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála er erfitt að draga aðra álykt­un en að um ásetn­ings­brot hafi verið að ræða þegar Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir mennta­málaráðherra skipaði Pál Magnús­son í embætti ráðuneyt­is­stjóra mennta­málaráðuneyt­is­ins.

Þetta sagði Hanna Katrín Friðriks­son, þing­flokks­formaður Viðreisn­ar, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi fyrr í dag. Kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála komst að þeirri niður­stöðu að Lilja hefði brotið jafn­rétt­is­lög þegar hún skipaði Pál sem ráðuneyt­is­stjóra í ráðuneyti sínu. RÚV greindi fyrst frá. 

Embætti ráðuneyt­is­stjóra var aug­lýst í júní á síðasta ári og sóttu þrett­án um stöðuna. Fjór­ir voru metn­ir hæf­ast­ir af hæfis­nefnd, tvær kon­ur og tveir karl­ar. Haf­dís Helga Ólafs­dótt­ir kærði skip­un­ina og komst kær­u­nefnd­in að þeirri niður­stöðu að mennta­málaráðherra hefði van­metið hæfi henn­ar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál …
Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir mennta­málaráðherra braut jafn­rétt­is­lög þegar hún skipaði Pál Magnús­son í embætti ráðuneyt­is­stjóra mennta­málaráðuneyt­is­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ann­mark­ar á málsmeðferð og rök­stuðning skorti

Í úr­sk­urðinum seg­ir að ann­mark­ar hafi verið á málsmeðferð og ákv­arðana­töku ráðuneyt­is­ins við mat og val á um­sækj­end­um um stöðuna. Þannig hafi mennt­un, reynsla af op­in­berri stjórn­sýslu, leiðtoga­hæfi­leik­ar og hæfni Haf­dís­ar verið van­met­in.

Að auki hafi skort veru­lega á efn­is­leg­an rök­stuðning mennta­málaráðherra fyr­ir ráðning­unni og ljóst sé að Páll hafi ekki staðið Haf­dísi fram­ar við ráðning­una. Áslaug Árna­dótt­ir, lögmaður Haf­dís­ar, hef­ur sagt að skjól­stæðing­ur sinn sé að íhuga næstu skref og hvort að hún fari fram á bæt­ur.

Hanna Katrín minnti á að op­in­ber­ar stofn­an­ir hafi í 25 skipti frá ár­inu 2009 gerst brot­leg­ar við jafn­rétt­is­lög. Hún sagði að brot mennta­málaráðherra væri með þeim verri sem hefðu sést.

Hún beindi fyr­ir­spurn sinni til Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra og spurði hvort að hún hefði ekk­ert annað í vopna­búr­inu en að beina kurt­eisi­leg­um til­mæl­um til þeirra sem stóðu að brot­inu.

„Hvernig ætl­ar hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra, hæst­virt­ur ráðherra jafn­rétt­is­mála, að bregðast við?“

Lilja þarf að gera grein fyr­ir sín­um sjón­ar­miðum

Katrín sagði að Lilja hefði upp­lýst rík­is­stjórn­ina um úr­sk­urð kær­u­nefnd­ar á síðasta rík­is­stjórn­ar­fundi og að hann yrði rædd­ur á þeim næsta. Hún sagði líka að mennta­málaráðherra þyrfti að gera grein fyr­ir sjón­ar­miðum sín­um í mál­inu.

Benti hún hins veg­ar á að Haf­dís hefði ekki verið í hópi þeirra sem voru met­in hæf­ust af hæfis­nefnd og það kallaði á það að mennta­málaráðherra skoðaði mála­til­búnað og hvort rétt hefði verið að hon­um staðið.

Þá setti for­sæt­is­ráðherra spurn­ing­ar­merki við það hvort að stjórn­völd væru að nýta úr­sk­urði kær­u­nefnd­ar­inn­ar nægi­lega til leiðsagn­ar og sagðist telja að hægt væri að fækka slík­um brot­um og gera bet­ur í þess­um mál­um.

 „Þetta geng­ur ekki leng­ur svona“

Páll var vara­bæj­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins í Kópa­vogi á ár­un­um 1990 til 1998 og varaþingmaður flokks­ins frá ár­inu 1999 til 2007. Þá var hann aðstoðarmaður tveggja ráðherra úr röðum Fram­sókn­ar­flokks­ins. Bróðir Páls er Árni Magnús­son fyrr­um fé­lags­málaráðherra fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Haf­dís er skrif­stofu­stjóri í for­sæt­is­ráðuneyt­inu og fyrr­um for­stöðumaður nefnd­ar­sviðs Alþing­is. Hún óskaði eft­ir rök­stuðningi fyr­ir skip­un­inni í nóv­em­ber sem og gögn­um máls­ins.

Rök­stuðning­inn fékk hún en var neitað um gögn­in á þeim grund­velli að einka­hags­mun­ir annarra væru rík­ari en hags­mun­ir henn­ar. Helga gerði at­huga­semd­ir við þá ákvörðun og þurfti að ít­reka þær at­huga­semd­ir þríveg­is áður en ákvörðunin var end­ur­skoðuð og hún fékk aðgang að gögn­un­um í janú­ar.

Hanna Katrín fór yfir þessa ákvörðun í ræðustól Alþing­is og sagði það vera „al­gjör­lega galið“ og spurði hvaða hags­muna væri verið að gæta með ákvörðun­inni. „Þetta geng­ur ekki leng­ur svona,“ bætti hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert