Eldurinn í Borgarfjarðardölum í nótt kviknaði á sveitabænum Snartarstöðum í Lundarreykjadal.
Að sögn Bjarna Þorsteinssonar, slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar, er búið að slökkva alla glæður og afhenda lögreglunni vettvanginn.
Óljóst er með eldsupptök en ljóst er að þau urðu á efri hæð hússins.
Fjölskyldan sem var í húsinu komst að sjálfsdáðum út um útidyrnar og fékk hún í framhaldinu aðhlynningu hjá sjúkraflutningamönnum. Ekki þurfti að flytja hana á sjúkrahús.
Reykskynjari var í húsinu en Bjarni hvetur fólk samt almennt til að fara varlega og vera með reykskynjara í húsum sínum og hafa eldvarnir í lagi.