Forsætisráðherra vonast til þess að ný lög um framlengda hlutabótaleið og stuðning við greiðslu launa á uppsagnarfresti verði ekki til þess að margir færi sig úr fyrrnefndu úrræði yfir í hið síðarnefnda.
Við afgreiðslu frumvarpsins gagnrýndu meðal annars stjórnarþingmenn að ný skilyrði í hlutabótaleið yllu því að færri gætu nýtt sér hana. Þeir yrðu því að fara í uppsagnir.
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir líklegt að atvinnuleysi muni aukast en að ný lög séu ekki til þess fallin að auka enn á þá þróun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.