Fjölskylda komst út úr brennandi húsi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fjögurra manna fjölskylda komst út úr brennandi húsi í Borgarfjarðardölum í morgun en tilkynning um eldsvoðann barst til slökkviliðs Borgarbyggðar á fimmta tímanum í morgun. 

Að sögn Bjarna Þorsteinssonar, slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar, hefur tekist að ná tökum á eldinum en slökkviliðsmenn eru enn að leita að eldhreiðrum sem geta leynst í klæðningu og þaki hússins. Alls tóku um 30 manns þátt í slökkvistarfinu. 

Húsið er gamalt íbúðarhús og liggur ekki fyrir á þessari stundu hversu mikið tjónið er. Að sögn Bjarna slapp fjölskyldan heil á húfi en hún komst út af sjálfsdáðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert