Ýmsum spurningum enn ósvarað

Ferðamaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Ferðamaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar seg­ir að enn eigi eft­ir að svara ýms­um spurn­ing­um varðandi komu ferðamanna hingað til lands, meðal ann­ars hvort og þá hversu mikið þeir þurfa að greiða fyr­ir sýna­töku.  

Hann ótt­ast að ákvörðun heil­brigðisráðherra um að samþykkja til­lögu sótt­varna­lækn­is um breyt­ingu á regl­um um komu ferðamanna til Íslands muni draga úr vilja ferðamanna til að koma hingað.

Í til­lög­unni kem­ur fram að komuf­arþegum mun standa til boða að fara í sýna­töku á Kefla­vík­ur­flug­velli frá og með 15. júní og í fram­hald­inu á öðrum helstu landa­mæra­stöðvum eða fram­vísa jafn­gildu vott­orði að utan. Ann­ars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sótt­kví eins og verið hef­ur. Stefnt er að því að til­kynna á næstu dög­um hvað sýna­tak­an muni kosta farþega.

Auk upp­lýs­inga um kostnað við sýna­töku seg­ir Jó­hann­es Þór Skúla­son óljóst hvað verður um þá sem hafa setið ná­lægt ein­hverj­um sem mögu­lega grein­ist með veiruna, til dæm­is hvort þeir þurfi að fara í sótt­kví.

Aðspurður seg­ir hann ferðamenn sem hyggja á ferðalag til Íslands spyrja mikið um kostnað við sýna­tök­ur. Einnig spyrja þeir um hvers kon­ar próf þetta eru og hvort einka­fyr­ir­tæki eign­ast upp­lýs­ing­arn­ar sem eru gefn­ar. Hann seg­ir all­an auka­kostnað letja fólk frá ferðalagi til Íslands. „Þetta get­ur skipt tölu­verðu máli,“ seg­ir Jó­hann­es Þór.

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Nálg­un sótt­varn­ar­lækn­is full var­fær­in 

Í áhættumati sótt­varna­lækn­is legg­ur hann til að skimun­in við landa­mær­in standi yfir í að minnsta kosti sex mánuði með mögu­leika á end­ur­skoðun á tíma­bil­inu. Jó­hann­es Þór finnst nálg­un sótt­varna­lækn­is full var­fær­in og bend­ir á að hann hafi ít­rekað talað um að er­lend­ir ferðamenn hafi ekki komið hingað með veiruna.

Fyr­ir­fram bjóst Jó­hann­es við því að horft væri meira til efna­hags­legra þátta við ákv­arðana­tök­una. Hann bend­ir á lönd á borð við Dan­mörku og Tékk­land sem settu upp lista ríkja sem séu kom­in á svipaðan stað í sjúk­dómakúrf­unni og þurfi ferðamenn þaðan ekki að fara í skimun. Þetta hafi Ísland þegar gert gagn­vart Græn­lend­ing­um og Fær­ey­ing­um. „Það kom á óvart að það skyldi ekki horft til þess að út­víkka þann lista ríkja, líka til að koma til móts við tak­markaðan skimun­ar­mögu­leika í Kefla­vík,“ seg­ir hann og nefn­ir einnig að önn­ur ríki stefni að því að opna án allr­ar skimun­ar.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Í áhættumati sótt­varna­lækn­is seg­ir hann að PCR-mæl­ing hjá ferðamönn­um sem koma til lands­ins muni lág­marka áhætt­una á því að smitaður ferðamaður kom­ist inn í landið en að hún komi ekki al­ger­lega í veg fyr­ir slíkt. „Já­kvæð niðurstaða prófs mun hins veg­ar geta leitt til frek­ari rann­sókna, t.d. mót­efna­mæl­inga, sem munu skera úr um hvort ein­angr­un­ar sé þörf. Al­mennt séð mun þurfa að setja sýkta ferðamenn í ein­angr­un og út­setta í sótt­kví eins og gert hef­ur verið við Íslend­inga,“ skrif­ar hann og bæt­ir við að sótt­kví ein­stak­linga sem koma er­lend­is frá verði áfram ein mik­il­væg­asta aðferðin til að hindra komu veirunn­ar til lands. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi vegna …
Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir og Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra á blaðamanna­fundi vegna veirunn­ar í apríl. Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn stend­ur fyr­ir aft­an þau. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sótt­varna­lækn­ir seg­ir það ekki ákjós­an­leg­an kost fyr­ir Ísland að opna landa­mær­in án tak­mark­ana. „Þegar þetta er ritað þá er COVID-19-far­ald­ur­inn í tölu­verðri út­breiðslu í flest­um ná­læg­um lönd­um og jafn­vel í vexti í mörg­um þeirra. Upp­lýs­ing­ar um út­breiðslu veirunn­ar í ein­staka lönd­um eru hins veg­ar af skorn­um skammti og því erfitt að reiða sig á raun­veru­lega út­breiðslu. Ef Ísland yrði opnað án tak­mark­ana tel ég næsta víst að veir­an myndi ber­ast hingað til lands annað hvort með ferðum Íslend­inga er­lend­is eða er­lend­um ferðamönn­um. Þetta myndi valda veru­legri hættu á út­breiðslu veirunn­ar inn­an­lands með miklu álagi á ís­lenskt heil­brigðis­kerfi,“ skrif­ar hann.

Jó­hann­es Þór ger­ir ráð fyr­ir því að vera áfram í sam­skipt­um við stjórn­völd um málið til að fá svör við hinum ýmsu spurn­ing­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert