Beint: „Út úr kófinu“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er einn þeirra sem flytur erindi á …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er einn þeirra sem flytur erindi á málþinginu. mbl.is/Árni Sæberg

„Út úr kófinu – heilsa, efnahagur og stjórnmál“ er yfirskrift málþings sem er í beinni útsendingu frá Háskóla Íslands hér á mbl.is.

Sérfræðingar innan og utan Háskólans ræða leiðina út úr COVID-19-faldrinum og áhrif opnunar landmæra Íslands út frá lýðheilsu- og efnahagssjónarmiðum en einnig hvaða áhrif samkomubann stjórnvalda getur haft á afmarkaða þjóðfélagshópa, ekki síst börn. Sérstakur gestur á fundinum er Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Dagskrá útsendingarinnar:

Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómalækningum, er fundarstjóri.

13.00 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands - Opnunarávarp

13.05 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir - „Leiðir út úr COVID-19: sóttvarnasjónarmið"

13.25 Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir - „Næstu skref - sýn smitsjúkdómalæknis"

13.45 Urður Njarðvík, prófessor í sálfræði: „Með storminn í fangið: Áhrif samkomubanns á líðan barna með ADHD og foreldra þeirra"

20 mínútna kaffihlé 14.05-14.25

14.25 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði: „Er opnun landamæra forsenda efnahagsbata?"

14.45 Tómas Brynjólfsson, hagfræðingur og skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu: „Hagstjórn í takmörkuðu skyggni“

15.05 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra: „Hugleiðingar um faraldur“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert