Fermingarveislurnar færast yfir á sumarið

Vegna kórónuveirufaraldursins var fermingum víðast hvar frestað til hausts. Hafa …
Vegna kórónuveirufaraldursins var fermingum víðast hvar frestað til hausts. Hafa sumar sóknir endurskoðað það og flýtt athöfnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fermingum hafði víða verið frestað fram á haust í ljósi kórónuveirufaraldursins en nokkur dæmi eru um að þessum athöfnum hafi verið flýtt til sumars, m.a. fara nokkrar slíkar fram 17. júní nk., einkum úti á landi.

Í Guðríðarkirkju í Grafarholti munu um 60 börn fermast í sumar. Fyrirhugaðar eru sjö athafnir fram í september en þótt 50 manna samkomur séu nú heimilar telja kirkjuyfirvöld ekki enn ráðlegt að fjölmennir hópar fermist á sama tíma.

Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á var í Guðríðarkirkju fyrirhugað að halda síðustu fermingarathöfn vorsins á hvítasunnudag. Vegna tilslakana á samkomubanni varð fermingarathöfnin hins vegar sú fyrsta á árinu og fermdust sex börn í Guðríðarkirkju þann daginn.

Fyrstu fermingarbörn sumarsins voru að vonum ánægð með að geta klárað áfangann á hvítasunnudag, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert