Rasismi „okkar vandamál til að leysa“

(f.v.) Ester Olga, Hugrún Elfa, Nadine Hanna og Þórdís Timila …
(f.v.) Ester Olga, Hugrún Elfa, Nadine Hanna og Þórdís Timila mættu á fundinn og létu í sér heyra. mbl.is/ragnhildur

Í dag var ekki mót­mælt af þörf held­ur nauðsyn, að mati Jef­frey Guar­ino, eins skipu­leggj­enda sam­stöðufund­ar á Aust­ur­velli sem hald­inn var vegna lög­reglu­of­beld­is í Banda­ríkj­un­um. 

„Bræður mín­ir og syst­ur eru þreytt. Þreytt á því að biðja um að þessu sé hætt,“ sagði Jef­frey.

Þeir mót­mæl­end­ur sem mbl.is ræddi við á fund­in­um komu þangað til að sýna sam­stöðu. Þau tóku öll í sama streng og sögðu að þrátt fyr­ir að lög­reglu­of­beldið í Banda­ríkj­un­um fyr­ir­fynd­ist ekki hér­lend­is væri ras­ismi vanda­mál á Íslandi.

Ras­ism­inn á Íslandi „rosa­lega mik­ill“

Nadine Hanna og Hug­rún Elfa töldu þó að Íslend­ing­ar væru að vakna til um­hugs­un­ar með auk­inni umræðu í kjöl­far mót­mæla í Banda­ríkj­un­um. 

„Það er enn margt sem þarf til að láta fólk skilja. Við verðum samt að gefa öll­um séns og taka lít­il skref. Það er það eina sem við get­um gert,“ sagði Nadine. 

„Það er rosa­lega mik­ill ras­ismi á Íslandi sem hvít­ir ein­stak­ling­ar hér­lend­is gera sér oft ekki grein fyr­ir og ná að láta allt snú­ast um sjálfa sig,“ bætti Nadine við. 

Eins og áður seg­ir voru stelp­urn­ar á Aust­ur­velli til að sýna sam­stöðu og leggja rétt­inda­bar­áttu svartra lið. 

„Líka að vekja at­hygli á því að þetta er okk­ar vanda­mál til að leysa,“ sagði Hug­rún. 

Nadine tók und­ir það: „Þetta á ekki bara við svart eða hvítt fólk í Banda­ríkj­un­um, þetta á við um alla í heim­in­um.“

Þorgerður Þórólfsdóttir og Óttar Þór Ólafsson ætla að gera hvað …
Þor­gerður Þórólfs­dótt­ir og Óttar Þór Ólafs­son ætla að gera hvað þau geta til að sýna sam­stöðu. mbl.is/​ragn­hild­ur

Gott að geta lagt sitt af mörk­um

Þor­gerður Þórólfs­dótt­ir sagði sam­stöðufund­inn góðan vett­vang til að sýna að mál­efnið væri mik­il­vægt.

„Vegna þess að ég hef verið óviss um það hvað ég get gert og hvernig ég get lagt mig fram til þess að styðja við þetta. Mér fannst þetta góð leið til að styðja við mál­efnið. Maður er bú­inn að vera pínu smeyk­ur við að birta eitt­hvað á sam­fé­lags­miðlum svo maður mæt­ir hér og reyn­ir sitt besta.“

Óttar Þór Ólafs­son tók í sama streng: „Það eru hrika­leg­ir hlut­ir sem eru í gangi þarna úti og það er gott að geta gert eitt­hvað.“

Forréttindi hvítra voru mikið rædd á fundinum og það hvernig …
For­rétt­indi hvítra voru mikið rædd á fund­in­um og það hvernig hvítt fólk gæti nýtt sér sín for­rétt­indi til að standa upp fyr­ir öðrum. mbl.is/​ragn­hild­ur

Spurð hvort ras­ismi finn­ist á Íslandi sagði Þor­gerður:

„Al­veg 100%, hann er bara mun lúmsk­ari en úti. Það er enn til rasísk­ur hugs­un­ar­hátt­ur. Til dæm­is á vinnu­markaði. Maður hef­ur heyrt af því að fólk af er­lend­um upp­runa sé síður boðað í at­vinnu­viðtöl en Íslend­ing­ar.“

Óttar sagðist alltaf ætla að sýna sam­stöðu með fólki af er­lend­um upp­runa þegar hann gæti og umræðan nú væri gott tæki­færi til að gera bet­ur og hugsa um ras­isma.

„Þetta er góð ástæða og góður tími til að fara að velta þessu meira fyr­ir sér og leggja sig meira fram.“

Þor­gerður bætti því við að mik­il­vægt væri að leiðrétta fólk sem færi með ósann­indi eða rasíska orðræðu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka