Umferð dregst saman milli ára

Bílar á Miklubraut í Reykjavík.
Bílar á Miklubraut í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Minni umferð var um Hellisheiði á öðrum í hvítasunnu í ár en í fyrra, en hvítasunnuhelgin er af mörgum talin fyrsta ferðahelgi sumarsins. Einnig óku færri ökutæki um Kjalarnes, Biskupsháls og Hvalnes í Lóni.

Í fyrra var hvítasunnuhelgin dagana 8.-10. júní, en þá lögðu tæplega fjórtán þúsund ökutæki leið sína yfir Hellisheiði á annan í hvítasunnu. Í ár voru nokkru færri, eða aðeins í kringum tólf þúsund. Á Kjalarnesi voru mæld 11.154 ökutæki um helgina, en fyrir ári mældust þau 13.834.

Svipaða sögu má segja af öðrum hlutum hringvegarins. Um Biskupsháls á Norðurlandi eystra óku helmingi færri en í fyrra, eða 481 ökutæki, og við Hvalnes í Lóni var talið 341 ökutæki, en þau voru tæplega 900 talsins í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert