144 nemendur úrskrifuðust frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, með samtals 154 lokapróf. Tíu nemendur útskrifuðust með tvö próf.
Útskriftin fór fram 30. maí. Alls útskrifuðust 67 með stúdentspróf, 25 sem húsasmiðir, 26 sem rafvirkjar, 17 sem sjúkraliðar, 10 af snyrtibraut og 9 af starfsbraut.
Þorgeir Ólafsson var dúx skólans, en hann lauk bæði stúdentsprófi og prófi í rafvirkjun. Hlaut hann bæði menntaverðlaun Háskóla Íslands og verðlaun fyrir bestan árangur á rafvirkjabraut og á stúdentsprófi.