Afeitrunardeild fyrir ungmenni

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni var opnuð á Landspítalanum á þriðjudag. Afeitrunardeildin heyrir undir fíknigeðdeild geðþjónustu Landspítala og og mun veita fjölskyldumiðaða þjónustu.

Um er að ræða tvö meðferðarrými þar sem ungmenni með alvarlegan vímuefnavanda koma til innlagnar í 1-3 sólarhringa, en eftir það taka við önnur úrræði. Þverfaglegt meðferðarteymi mun sinna ungmennum og aðstandendum þeirra á meðan dvöl stendur í samvinnu við barna- og unglingageðdeild (BUGL). Þá er náið samstarf við barnaverndarstofu og bráðamóttökur Landspítala.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri meðferðarsviðs og Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri meðferðarsviðs og Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson

Við opnun deildarinnar fluttu ávörp þau Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri meðferðarsviðs, Nanna Briem forstöðumaður geðþjónustu, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Anna Björk Eðvarðsdóttir formaður Hringsins og Páll Matthíasson forstjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert