Markaðsverkefnið Ísland – saman í sókn verður kynnt á opnum fundi á milli klukkan 13 og 14 í dag, ásamt niðurstöðum nýrrar markaðsgreiningar Íslandsstofu.
Meðal þeirra sem verða með erindi á fundinum er Lenny Stern frá M&C Saatchi, auglýsingastofunni sem hlaut hæstu einkunn valnefndar fyrir markaðsverkefnið, sem mun fara yfir breyttan heim og nýjar þarfir ferðamanna.
Auk þess ávarpar fundinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Daði Guðjónsson, fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu, kynnir markaðsverkefni og niðurstöður nýrrar markaðsgreiningar Íslandsstofu.
Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að neðan.