Eykur skrifræði svo um munar

Sigríður Á. Andersen
Sigríður Á. Andersen mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef miklar efasemdir um að þetta þjóni tilgangi. Við erum þegar með reglur sem lúta að gagnsæi og jafnræði í stjórnsýslunni sem erfitt virðist vera að fylgja. Það er ágætt að koma skikki á slíkt áður en vaðið er í næstu skriffinnsku.“

Þetta segir Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks um frumvarp forsætisráðherra er snýr að vörnum gegn hagsmunaárekstrum æðstu handhafa framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands.

Með æðstu handhöfum framkvæmdarvalds er í frumvarpinu átt við ráðherra, ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra og sendiherra í Stjórnarráði Íslands. Frumvarpið var samþykkt í annarri umræðu þingsins í gær.

Að sögn Sigríðar er lítið í frumvarpinu sem er til þess fallið að koma í veg fyrir frekari hagsmunaárekstra. „Ég tek undir mikilvægi þess að vera með skýrar reglur þannig að komist sé hjá hagsmunaárekstrum,“ segir Sigríður en bendir á að frumvarpið sé heldur yfirborðskennt og fjalli að litlu leyti um þá sem raunverulega taka ákvarðanir í stjórnsýslunni. Þá sé jafnframt nýmæli að ólögráða börnum sé blandað í umræðu um hagsmunaárekstra foreldra sinna. Þá nái frumvarpið jafnframt yfir starfsmenn sem lítil völd hafa. „Það virðist vera einhver misskilningur á eðli sumra starfa, virðist vera. Sendiherrar og aðstoðarmenn ráðherra falla undir æðstu stjórnendur ríkisins samkvæmt þessari skilgreiningu,“ segir Sigríður, sem telur það fjarri raunveruleikanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert