Háskólasetri á Laugarvatni lokað

Laugarvatn er skólaþorp og menntasetur, en heimamenn eru ósáttir við …
Laugarvatn er skólaþorp og menntasetur, en heimamenn eru ósáttir við að Háskóli Íslands skuli hafa hætt allri starfsemi sinni þar. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is

Háskóli Íslands hefur sagt sig frá samningi við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um starfsemi og rekstur rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál og þéttbýlisseturs sem höfðu aðsetur á Laugarvatni.

Stofnað var til þessa tilraunaverkefnis fyrir einu og hálfu ári og tilgangurinn var að skapa aukna þekkingu á sviði sveitarstjórnarmála, með rannsóknum, námslínu og fleiru. Málinu voru tryggðar fjárveitingar í gegnum byggðaáætlun og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 12 milljónir króna í ár og alls 36 milljónir 2018-2022.

Í bréfum milli aðila málsins kemur fram að væntingar HÍ um verkefnið hafi ekki gengið upp og reynsla af staðsetningu setursins sé ekki góð. Ráðuneytið hefur meðtekið þetta og óskað eftir uppgjöri frá skólanum og segir jafnframt í bréfi að miður sé að „...hagnýting stafrænnar upplýsingatækni hafi ekki nýst í því skyni að dreifa störfum um landið“, eins og komist er að orði.

„Mér finnst dapurlegt að Háskóli Íslands sem æðsta menntastofnun þjóðarinnar hafi ekki meira úthald í verkefni sem samið hefur verið um og eru spennandi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert