Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall

Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúman mánuð eftir að hjúkrunarfræðingar …
Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúman mánuð eftir að hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning í lok apríl.

Félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu hafa samþykkt að boðað verði til ótímabundins verkfalls sem hefjast mun klukkan 8 mánudaginn 22. júní 2020.

Verkfallsboðun var samþykkt með miklum meirihluta, en 85,5% sögðu já. Nei sögðu 13,3% og 1,2% skiluðu auðu. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 82,2%.

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) tók ákvörðun þann 1. júní 2020 að efna til rafrænnar atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa á kjarasamningi Fíh og fjármála- og efnahagsmálráðherra f.h. ríkissjóðs. Atkvæðagreiðslan hófst 2. júní kl. 20:00 og lauk á hádegi í dag.

Verkfallið mun vara fram til þess tíma er samkomulag um kjarasamning hefur náðst á milli aðila. Formenn Fíh og samninganefndar ríkisins funduðu á miðvikudag, en ljóst var eftir þann fund að langt er á milli aðila í deilunni hvað varðar launalið nýs kjarasamnings. Ekki var talin ástæða til að boða til annars samningafundar, að því er segir í tilkynningu Fíh.

Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúman mánuð eftir að hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning í lok apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka