Missti lífsviljann eftir röð áfalla

Tinna Aðalbjörnsdóttir.
Tinna Aðalbjörnsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar Tinna Aðalbjörnsdóttir var að niðurlotum komin vegna neyslu og ofbeldis reyndi hún að hengja sig með belti úr Burberry-kápu. Hún hafði misst lífsviljann eftir röð áfalla sem hófst þegar hún var aðeins þriggja ára gömul.

Þegar sambandið við barnsföður hennar endaði missti hún stjórn á lífi sínu og féll ofan í hyldýpi neyslunnar, en með hjálp meðferðar og linnulauss stuðnings frá nærsamfélagi sínu hefur Tinna fundið sátt við sjálfa sig.

Rætt er við Tinnu í Smartlandsblaðinu sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Hún er einn af reyndustu prufuleikstjórum landsins og hefur stýrt fyrirsætukeppnum á borð við Eskimo og Elite til margra ára. Í dag er hún að byggja sig upp. Síðan stefnir hún að því að stofna sitt eigið fyrirtæki í kvikmyndaiðnaðinum. Tinna segir neysluna vera sjúkdóm sem geri ekki greinarmun á fólki.

Lesa má viðtalið í heild sinni hér á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins:

Tinna Aðalbjörnsdóttir prýðir forsíðu Smartlandsblaðsins.
Tinna Aðalbjörnsdóttir prýðir forsíðu Smartlandsblaðsins.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert