Sigurður Ingi fékk Netflix-myndinni breytt

Sigurður Ingi er horfinn af hvíta tjaldinu.
Sigurður Ingi er horfinn af hvíta tjaldinu. Skjáskot/Netflix

Ljósmynd af Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sem birtist í kvikmyndinni Laundromat á Netflix undir yfirskriftinni „Iceland‘s Prime Minister has stepped down after being named in the papers,“ hefur verið fjarlægð úr kvikmyndinni. 

Kvik­mynd­in seg­ir frá konu, leik­inni af Meryl Streep, sem flæk­ist inn í vafa­sama fjár­mála­gjörn­inga lög­manns­stof­unn­ar Mossack Fon­seca í Panama og hvernig spila­borg­in hryn­ur þegar Panama-skjöl­un­um er lekið í fjöl­miðla.

Fékk lögmann til að ganga í málið

Aðal­per­sóna mynd­ar­inn­ar frétt­ir af því þegar hún sit­ur í sak­leysi sínu á al­manna­færi og horf­ir á sjón­varpið. Á skján­um birt­ist frétt úr miðlin­um Time þar sem sagt er frá því að Sig­mund­ur Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hafi sagt af sér embætti for­sæt­is­ráðherra Íslands eft­ir að hafa verið af­hjúpaður í lek­an­um. Sam­flokksmaður hans, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, hafi tekið við. Engin mynd birtist af Sigmundi en mynd af Sigurði fékk að njóta sín á stærstum hluta skjásins.

Sigurður Ingi greinir frá því á Facebook að eftir að hann fékk lögmann til að ganga í málið tók Netflix atriðið úr myndinni og setti annað í staðinn „sem samræmist betur raunveruleikanum í málinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert