Jörmundur í Kringluna

Fluttur í Kringluna Jón G. Sandholt og Jörmundur í Kringlubazaar, …
Fluttur í Kringluna Jón G. Sandholt og Jörmundur í Kringlubazaar, þar sem markaður Jörmundar er nú. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta geng­ur al­veg glimr­andi,“ seg­ir Jör­m­und­ur Ingi Han­sen, fyrr­ver­andi alls­herj­argoði og eig­andi Fata­markaðar Jör­m­und­ar, en markaður­inn, sem áður var til húsa á Lauga­vegi 25, hef­ur fært sig um set og er nú í Kringlu­baza­ar í Kringl­unni.

Jör­m­und­ur held­ur þar úti fimm bás­um, þar sem hann sel­ur herra­föt úr sínu gríðar­stóra fata­safni. „Þetta voru allt föt sem ég keypti handa sjálf­um mér. Ég hef aldrei keypt neitt sem ég hef ekki viljað sjálf­ur. Þannig að þetta er allt sam­an fyrsta klassa vara,“ seg­ir Jör­m­und­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hann kveður viðskipt­in ganga vel í Kringl­unni og að ekki selj­ist minna þar held­ur en á Lauga­veg­in­um. „Það er þó alla­vega fólk í Kringl­unni. Það er ekk­ert fólk niðri á Lauga­vegi,“ bæt­ir hann við í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert