Skógræktarfélag Íslands segir sig úr Landvernd

Skógrækt í Brynjudal.
Skógrækt í Brynjudal.

Skógræktarfélag Íslands hefur sagt sig úr Landvernd, en að sögn formanns félagsins munu félögin halda áfram að starfa saman á mörgum sviðum og mun úrsögnin ekkert hafa með samstarf félaganna að gera.

Í Morgunblaðinu í dag segir formaðurinn Jónatan Garðarsson félagið ekki tilheyra öðrum sambærilegum félögum, líkt og Garðyrkjufélagi Íslands, og að ekki hafi passað fyrir félagið að borga árgjald í eitt félag en ekki önnur.

Hann segir að stjórn Skógræktarfélagsins hafi ákveðið að ekki væri viðeigandi að halda áfram að greiða árgjaldið, en hann segir þó enga styggð á milli Skógræktarfélags Íslands og Landverndar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert