„Þungur fundur og erfiður“

Frá fundi hjúkrunarfræðinga og ríkisins fyrr á árinu.
Frá fundi hjúkrunarfræðinga og ríkisins fyrr á árinu. mbl.is/Árni Sæberg

Samningafundi í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag, en þá hafði hann staðið í tæpa þrjá tíma.

„Þetta var þungur fundur og erfiður,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is. Aðspurður segir hann ekki hafa verið boðað til nýs fundar.

„Við vilj­um nýta dag­ana sem fram und­an eru mjög vel og leita allra leiða til að forðast verk­fall,“ sagði Sverr­ir Jóns­son, formaður samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins, fyrr í dag.

Hjúkr­un­ar­fræðing­ar samþykktu á föstu­dag að fara í ótíma­bundið verk­fall frá 22. júní, eft­ir tvær vik­ur. Rúm 85% fé­lags­manna FÍH samþykktu verk­falls­boðun­ina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert