1,2 milljónir á örfáum dögum

Ekki skortur á mikilvægum málefnum: Hrafn Jökulsson kveðst munu taka …
Ekki skortur á mikilvægum málefnum: Hrafn Jökulsson kveðst munu taka til í Kolgrafarvík í fjögur ár, náist að safna þremur milljónum fyrir grænlenskt barnaheimili. Þetta allt, í kveðjuskyni við skákfélagið Krókinn.

Hrafn Jökulsson rithöfundur stendur í ströngu þessa stundina með nokkuð sérstæða söfnun sem fer fram á netinu. Hann er að reyna að safna þremur milljónum fyrir barnaheimili í Tasiilaq í Grænlandi. 

Það gerir hann í senn í kveðjuskyni við skákfélagið Hrókinn, sem hætti störfum um helgina, og um leið gerir hann það með því loforði að takist honum að safna þessari upphæð fyrir barnaheimilið, muni hann helga næstu fjögur árin í lífi sínu tiltekt í Kolgrafarvík á Ströndum. 

Söfnunin virtist fara hægt af stað en nú hefur hún tekið kipp. Í hádeginu í dag voru komnar 1,2 milljónir inn á reikning. Það þurfa því á næstu átta dögum að safnast um 1,8 milljónir enn til þess að ætlunarverkið takist. 

Hrókurinn var kvaddur um helgina að forsætisráðherra viðstöddum, ásamt fleiri …
Hrókurinn var kvaddur um helgina að forsætisráðherra viðstöddum, ásamt fleiri góðum. Ljósmynd/Ómar Óskarsson

Takist mér að safna 3 milljónum fyrir 17. júní mun ég helga frelsun Kolgrafarvíkur og hreinsun strandlengjunnar jafn mikinn tíma og það tók Hrókinn að verða Íslandsmeistari: Fjögur ár,“ skrifar Hrafn á Facebook-síðu sína.

Í millitíðinni er Hrafn staddur í Kolgrafarvíkinni við tiltektir og „síminn er batteríslaus“. Söfnunarreikningurinn sefur þó ekki og er sem segir: Söfnunarreikningur KALAK: 0322-13-100141; kennitala: 430394-2239.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert