Allar bækurnar úr sölu

Hér má sjá sumar þeirra bóka sem voru endursendar en …
Hér má sjá sumar þeirra bóka sem voru endursendar en á brettin vantar fimm kassa sem komu frá Akureyri. Ljósmynd/Jakob F. Ásgeirsson

Allar bækur bókaútgáfunnar Uglu, 25 titlar á fjórum vörubrettum, voru endursendar frá Pennanum Eymundsson til Uglu á dögunum.

Jakob F. Ásgeirsson, stofnandi og eigandi útgáfunnar, segir að sér hafi verið gefnar upp þær ástæður fyrir endursendingunni að allar nýjar og nýlegar bækur sem séu jafnframt í streymi hjá hljóðbókaveitunni Storytel séu teknar úr sölu hjá Pennanum.

Forstjóri Pennans segir að það sé ekki stefna fyrirtækisins að taka bækur sem eru í streymi hjá Storytel úr sölu. Nokkrir útgefendur sem Morgunblaðið ræddi við könnuðust við málið en höfðu ekki hug á að ræða það opinberlega.

Jakob hefur leitað til Samkeppniseftirlitsins vegna málsins, en 90% af sölu Uglu fara fram í gegnum Pennann tíu mánuði ársins og er því um að ræða áfall fyrir útgáfuna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert