Bankarnir og sjóðirnir hafa hlutverkaskipti

Bankarnir halda sínu striki.
Bankarnir halda sínu striki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svo virðist sem að mestu hafi skrúfast fyrir ný sjóðfélagalán hjá lífeyrissjóðunum í aprílmánuði. Þetta sýna nýjar tölur Seðlabankans sem birtar voru í gær.

Námu ný útlán þeirra í mánuðinum aðeins 893 milljónum króna og hafa ekki verið lægri í einum mánuði frá því undir lok árs 2015. Frá þeim tíma hafa lífeyrissjóðirnir gert sig sífellt meira gildandi á þessum lánamarkaði.

Hefur sú aukna þátttaka bæði birst í sífellt hagstæðari lánakjörum og einnig fjölbreyttari lánakostum, m.a. óverðtryggðum lánum, breytilegum og með föstum vöxtum. Ný útlán sjóðanna í aprílmánuði drógust saman um 5,7 milljarða frá fyrri mánuði. Þá fækkaði útistandandi lánum sjóðfélaga hjá sjóðunum einnig og voru þau 40.362 talsins. Hefur þeim ekki fækkað milli mánaða síðan í desember 2017, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Á sama tíma og mikill afturkippur hefur orðið í útlánum lífeyrissjóðanna í aprílmánuði virðast bankarnir halda sínu striki. Voru ný útlán þeirra til fasteignakaupa að teknu tilliti til umfram- og uppgreiðslna tæpir 12,8 milljarðar í aprílmánuði. Eru þær lánveitingar svipaðar að umfangi og verið hefur hjá bönkunum á undanförnum misserum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert