Stjórnvöld standi við gefin loforð

Formaður Landssambands lögreglumanna segir allt of fáa lögreglumenn vera í stéttinni. Lögreglumönnum hefur ekki fjölgað samhliða fjölgun ferðamanna hér á landi og álagið aukist á sama tíma.

Alls voru lögreglumenn 662 talsins 1. febrúar síðastliðinn. Kjaraviðræður lögreglumanna við íslenska ríkið ganga afar hægt og þolinmæði stéttarinnar er þrotin.

Lögreglumenn biðla til stjórnvalda að ganga frá kjarasamningum og standa við gefin loforð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert