Umferðarmerkingar eru nú einu hindranirnar sem standa í vegi fyrir því að ökumenn aki um göngugötur í miðborginni og hafa margir ökumenn undanfarið keyrt um göngugötur þó að það sé óheimilt.
„Í sjálfu sér sjáum við enga aðra lausn en að ökumenn framfylgi þessu,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan sektaði átta ökumenn um helgina vegna aksturs um göngugötur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.