Allskonar ljón á vegi leiðsögumanna

Leiðsögumenn misstu allar tekjur og fæstir eru fastráðnir
Leiðsögumenn misstu allar tekjur og fæstir eru fastráðnir Ljósmynd/Einar R. Sigurðsson

Íslenskir leiðsögumenn urðu sérstaklega illa úti í faraldri kórónuveirunnar og eiga margir þeirra enn í stappi með að fá atvinnuleysisbætur. Flestir eru ferðaráðnir launamenn í tímabundin verkefni eða verktakar og geta því ekki framvísað uppsagnarbréfi þegar þeir sækja um bætur.

„Þetta er þungt og það hafa verið allskonar ljón á veginum, bæði tæknilegir erfiðleikar við að fá bætur og svo kemur það líka mjög illa út fyrir leiðsögumenn hvernig bæturnar eru reiknaðar,“ segir Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna.

Einn leiðsögðumaður greindi Morgunblaðinu frá því að hann hefði misst vinnuna um miðjan mars, skráð sig þá strax atvinnulausan hjá Vinnumálastofnun (VMST) en enn ekki fengið neinar bætur. Í sífellu sé verið að biðja um meiri gögn og í lok maí barst honum bréf frá Greiðslustofu atvinnuleysisbóta á Skagaströnd, þar sem honum var tilkynnt að erindi hans hefði verið móttekið en afgreiðsla umsókna um bætur gæti tekið allt að sex vikur. Skila mætti gögnum í gegnum Mínar síður á vef VMST.

Leiðsögumaðurinn segist upplifa það þannig að upplýsingastreymi milli Vinnumálastofnunar og greiðslustofunnar sé ekki gott. Alltaf sé verið að biðja um sömu gögnin aftur og aftur. Kveðst hann vera orðinn langeygur eftir atvinnuleysisbótum og hafa reynt að fá svör við því hvort nú bætist við sex vikna frestur eftir tíu vikna bið frá því að sótt var um atvinnuleysisbætur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert