Eitt ár frá slysinu í Múlakoti

Flugvélin brotlenti í beygju inn á lokastefnu
Flugvélin brotlenti í beygju inn á lokastefnu

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RSNA) hefur birt skjal um stöðu lokaskýrslu um flugslysið við Múlakot 9. júní í fyrra. Í gær var eitt ár frá því að slysið varð en drög að lokaskýrslu eru í yfirferð RSNA.

Í slysinu létust hjón og sonur þeirra. Einnig slösuðust annar sonur hjónanna og tengdadóttir. Vélin var, samkvæmt RSNA, að koma frá Djúpavogi, en henni hafði verið flogið þaðan frá Múlakoti fyrr um daginn með viðkomu í Vík í Mýrdal.

Flugvélin var í umferðahring við flugvöllinn í Múlakoti og brotlenti í beygju inn á lokastefnu. Við rannsókn málsins hefur RNSA tekið til ítarlegrar skoðunnar kerfi flugvélarinnar, hreyfla, viðhald, veður, flugáætlun, eldsneyti, hleðslu og afköst.

Lokaskýrsla um slysið verður birt seinna í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert