„Hvar heldur þú að krakkarnir finni upp á „djókunum“?“

Díana Katrín lýsir kynþáttafordómum sem hún hefur orðið fyrir í …
Díana Katrín lýsir kynþáttafordómum sem hún hefur orðið fyrir í myndbandi sem hún birti á Instagram í gær. Ljósmynd/Aðsend

„Ég veit ekki hvernig ég á að byrja þetta, en miðað við allt það sem er í gangi í heiminum í dag þá langaði mig að vekja athygli á því sem er í gangi á Íslandi.“

Þannig byrjar frásögn Díönu Katrínar Þorsteinsdóttur af einelti og upplifun hennar af kynþáttafordómum á Íslandi, sem hófst í barnaskóla.

„Pétur, hvar heldur þú að krakkarnir í grunnskólanum mínum finni upp á djókunum sem þau kölluðu mig? Ég fékk sendar vídeóklippur af þér talandi með asískum hreim og síðan komu krakkarnir í skólann og töluðu með þessum hreim við mig. Byrjum bara þar,“ segir Díana í myndbandi sem hún birti á Instagram í gær.

Pétur Jóhann Sigfússon hefur sætt nokkurri gagnrýni vegna leikrænna tilburða sem hann sýndi í afmæli Egils Einarssonar um helgina. Þakkaði Sema Erla Serdar, aðgerðasinni og formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, Pétri fyrir 12 sekúndna innsýn í heim fordómanna. 

Í myndbandinu rekur Díana sögu sína af fordómum og einelti sem hún hefur orðið fyrir á Íslandi vegna uppruna síns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert