Stór hluti bóka Uglu enn til sölu

Hér má sjá sumar þeirra bóka sem voru endursendar en …
Hér má sjá sumar þeirra bóka sem voru endursendar en á brettin vantar fimm kassa sem komu frá Akureyri. Ljósmynd/Jakob F. Ásgeirsson

Bókaútgáfan Ugla er í dag með 183 titla af bókum í sölu í verslunum Pennans Eymundssonar um allt land eða 3.914 stykki, að sögn Ingimars Jónssonar, forstjóra Pennans.

Morgunblaðið fjallaði um það í gær að allar bækur Uglu hefðu verið teknar úr sölu en það er ekki rétt. Sumir titlanna, um 10-12%, hafa þó verið teknir úr sölu, að sögn Ingimars, 25 titlar alls að sögn útgefanda.

Á síðustu dögum hafa bækur verið teknar í sölu frá Uglu og verslanir endurpantað bækur eftir þörfum; það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að engin viðskipti séu á milli aðila, að sögn Ingimars. „Penninn hefur endursent bækur til fjölda útgefenda á síðustu vikum og mánuðum,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

„Það eru bara margvíslegar ástæður fyrir því eins og gefur að skilja. Sumar bækur seljast vel og aðrar lítið og þá er um að ræða túristabækur frá ýmsum forlögum, meðal annars Forlaginu, af ástæðum sem við þekkjum öll.“

Hann segir nýjar og nýlegar bækur frá Uglu og öðrum útgefendum sem eru í streymi á Storytel enn vera í sölu hjá Pennanum; þær bækur skipti hundruðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert